föstudagur, 3. desember 2004

Sæðið hans Chucky

Eitthvað fannst mér ósmekklegt plaggatið fyrir Seed of Chucky en þar er á ferðinni mynd af auganu hans Chucky og innan í því eru sæði að brjótast inn í egg. Og í ákveðnum blöðum stendur svo Skelltu þér í bíó innan í egginu. Ég veit ekki með alla aðra, en það er ósköp lítið við eggfrjóvgun sem fær mig til að langa í bíó.

Annars held ég að ég fari mjög líklega á hana í bíó. Ég veit að hún á eftir að vera hryllilega léleg, en það verður gaman að sjá lélega hryllingsmynd, og það í bíó. Ég hló mig alveg máttlausan yfir fyrstu Chucky myndinni og vona að þessi gefi mér færi á að gera það sama. Ég ætla mér að sjá Open Water, The Polar Express og Seed of Chucky. Open Water því hún ku víst vera mjög raunsæ sýn á líf kafara í hættu, Polar Express því Robert Zemeckis er snillingur og Seed of Chucky af ofangreindum ástæðum.

Af grein Fréttablaðsins um Sæðið hans Chucky að dæma þá er söguþráðurinn í þessu ein stór steypa. Afkvæmið þeirra Chucky og brúðar hans, ákveður að vekja þau tvö upp from the beyond, eins og maður segir á góðri útlenzku, og um leið er verið að gera bíómynd um Chucky í myndinni, og leikkonan sem talar fyrir brúðurina leikur sjálfa sig í myndinni og þau tvö hittast og verða góðir vinir. Ég vona að þetta hafi ekki verið of ruglingslegt, en þetta var kallað af Fréttablaðinu póstmódernískt. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki mjög vel að mér í bókmenntafræði, og ætti eiginlega að vera betri í henni sökum þess að ég er að fara í próf í henni á mánudaginn, en aldrei hélt ég að Chucky bíómynd yrði nokkurntímann kölluð póstmódernísk.

Mér finnst hinsvegar magnað, og geðveikt, að Brad Douriff sé ennþá að tala fyrir Chucky en sá snillingur lék einmitt Wormtongue í Lord of the Rings og lék alveg hreint afbragðsvel í hlutverki sínu sem einhverfi gaurinn í One Flew Over the Cuckoo's Nest, sem drepur sig í endann. Frábær gaur, allt í allt.

Engin ummæli: