mánudagur, 13. desember 2004

Framtíð

Sindri, kenndur við doktorsgráðu og styrk Herkúlesar, hefur verið bætt inn í Stafrófsraðað Kaós.

Ég er búinn að vera að hugsa mikið um framtíðina, og held ég að ég muni hafa það mjög gott.

Með fullt af hugmyndum hvað varðar stuttmyndir til að gera, langar til að skrifa barnabók, fara til Spánar. Held ég sé eiginlega alveg hættur við að fara í einhverskonar tölvunarfræði. Kannski maður læri kvikmyndun. Leiklist? Maður veit ekki.

En eitt er víst, og það er sú pæling að fara til Danmerkur með foreldrum mínum næsta ár, sama hvernig mér gengur í prófunum. Hef verið að stressa mig of mikið við það að mér muni ganga svo illa að ég verði aldrei búinn með skólann fyrir Danmerkurferðina. En það breytir mjög litlu. Lít bara á þetta sem frí, eða tek restina í sumarskóla.

Langar líka ogguponsulítið að vinna með börnum. Þau geta verið svo skemmtileg. Kannski skella mér í sumarvinnu á leikskóla eða eitthvað.

Og ég þarf líka að fá mér ferðatölvu.

Hey, aur rímar við saur.

Engin ummæli: