miðvikudagur, 17. nóvember 2004

Tja..

Artý look á síðunni, ha?

Læt þetta duga í bili, þrátt fyrir óendanlegan óhressleika útlitsins. Þið afsakið vonandi fjarveru hlekkja til annarra manna og kvenna, en ég nenni ekki að skella því inn rétt í þessu.

Það sem er helst í fréttum í dag er að ég hef þá óstjórnanlegu löngun til að kaupa mér allra besta tölvuleik allra tíma. Ég komst einnig að því í dag að allar stelpur eru með ískaldar hendur. María má taka þetta sérstaklega til sín.

Kennaraverkfallið er greinilega ekki nógu kúl fyrir ríkisstjórnina og var því bannað. Gaman að því. Nema að núna, þegar kennarar eru ósáttir við þetta, fáum við fífl á spjallborðum talandi um hvað kennarar eru miklir "hálfvitar og vanþakklátustu mannverur á jörðinni." Takk fyrir að segja okkur þína skoðun á kennurum, fáviti. Kennarar eins og Jóhann stærðfræðikennari er ekki það sem ég myndi kalla vanþakklátasta manneskja á jörðinni. Ég kæmist mun nær því að vera sú mannvera, sökum þess að ég er að skíta á mig í stærðfræði, sem Jói kennir af tærri snilld, að það hálfa væri svo gjörsamlega meira en nóg.

Í stuttu máli sagt, ég er fífl.

Engin ummæli: