mánudagur, 2. febrúar 2009

Víborg

Ég kom aftur frá Viborg, á Jótlandi, síðasta Laugardag. Ég og Christian keyrðum í fjóra tíma, allsvakalega þunnir. Í Viborg, mjög lítill bær, er sumsé Animationsskóli og í þessum skóla voru þriðja árs nemarnir að klára lokaverkefnið sitt og fá Bachelor gráðu. Þar af leiðandi var stærðarinnar partí á Föstudeginum. Og ef þið þekkjið mig rétt á ég ekki auðvelt með að sýna ábyrgð og skella mér heim á undan öllum öðrum, bara af því að ég þarf að vakna snemma morguninn eftir.

Þannig að ég var í partíi til kl. 9 um morguninn og keyrði af stað til Köben kl. 12. Sem betur fer þurfti ég ekki að keyra bílinn.

Annars þurfti blessaða myndavélin mín að fara í rugl um leið og ég kem til skólans, þar sem meðal myndefna voru hlutir á borð við risastórt sjóræningjaskip, með litlum stop-motion sjóræningjum, og að sjálfsögðu mini-útgáfa af því skipi fyrir víðskot. Franskur maður var búinn að vera að vinna að þessu skipi síðasta eitt og hálft árið. Vonandi verður hann búinn að þessu fyrir 2011..

Það var annars mjög gott að komast út fyrir Köben, og það líka án þess að borga fyrir far og herbergi. Þurfti á smá sveitalífi að halda.

Engin ummæli: