mánudagur, 26. janúar 2009

Óóó, snap!

Það eru bara 49 vikur eftir af árinu. Við þurfum að fara að drullast til að gera eitthvað úr árinu 2009. Enn sem komið er hef ég gert lítið annað en að vinna og eyða pening í áfengi. Núna þarf að taka sig á. Á miðvikudaginn fer ég að minnsta kosti út til Jótlands í nokkra daga. Það er þó eitthvað.

Annars er ég búinn að vera lesa fréttir. Þar á meðal þessa hér, um 14 ára strák sem labbaði upp að lögreglustöðinni í Chicago í lögreglubúning og var sendur út að keyra með öðrum lögreglumanni. Og eftir fimm tíma vakt með þeim lögreglumanni föttuðu þeir fyrst að strákurinn var ekki alvöru lögreglumaður. Þessi strákur ætti að fá verðlaun fyrir frammistöðuna.

Það eru bara 12 vikur í að það fari að verða dálítið sumarlegt. Húrra!

2 ummæli:

OlgaMC sagði...

sumar bammbammbamm sumar bammbammbamm sumar!

Helgi Rafn sagði...

haha ... bara í bandaríkjunum :)