Ég fór og sá sýningu Lúðrasveitar Seltjarnarness, um Sálsveitina Skuldbinding og verð að játa að hún var æðisleg. Margir voru alveg mjög góðir að leika og brandarnir hittu beint í mark í hvert skipti. Söguþráðurinn var að sjálfsögðu í lægri kantinum en virkaði vel í uppbyggingu að loka tónleika atriði. Uppáhaldsatriðið mitt er án efa þegar upp kemst að rótarinn þeirra er heyrnarlaus. Eiga þau öll skilið hrós fyrir þessa afbragðssýningu (sem ég vona innilega að verði sýnd aftur.)
Í fréttum af mér er annars fátt. Ég sakna ennþá Danmerkur en reyni að njóta lífisins hér á klakanum til hins ýtrasta. Nú virðast vera einhver vandamál með íslenska stafi á þessu blessaða bloggi og nota ég það sem góða ástæðu til að blogga minna.
En já, þið fáu sem ennþá lesið þetta, afsakið bloggleysi.
Hmm, svo virðist sem að íslenskt stafarugl takmarkist einungis við hliðarröndina og lítilvægt rugl. Ég hef enga afsökun.
miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
æ koddu bara. eg og louisa erum ad fara i party a laugardaginn.
Já, ég veit. Það var ég sem bauð ykkur.
Skrifa ummæli