En hvað veit maður um síma?
- Þeir eru óþolandi
- Vekjaraklukkur síma hringja alltaf of lágt
- Hæsti hringitóna styrkur er aldrei nógu hár
- Símum er hægt að læsa, öllum, þ.á.m. eiganda, til gremju
- Þeir eru brothættir, sama hvað símafyrirtækin vilja meina um högghelda síma
- Takkarnir eru annaðhvort úr gúmmíi eða ótrúlega óþægilegir
- Eða bæði
- Það er aldrei auðvelt að setja í/taka út SIM-kort í síma
- Af einhverjum ástæðum dettur bakhliðin á síma alltaf af þegar maður missir síma
- En samt er bakhliðin það vel fest á að maður á alltaf í erfiðleikum með að opna hann
En að öllu öðru leyti (leiti?) er ég í góðu skapi í dag. Skólaganga mín gengur óvenju vel. Síðustu prófa- og verkefnaeinkunnir hafa allar verið yfir 8. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er fáranlega hátt. Og ekki nóg með það heldur er kærastan mín að fara að koma í heimsókn eftir viku. Og hún verður í heila viku. Og mun skera út laufabrauð.
Tala ég of mikið um kærustuna mína? Hún heitir Louisa. Bless.
8 ummæli:
Oh, mig langar í laufabrauð.
Vá, hvað það þyrmdi allt í einu yfir mig hvað það styttist í jólin. Mér finnst svo gaman að fá þessa tilfinningu, ég fæ hana ekki oft.
Nei þú talar ekki nóg um kærustuna en alltof mikið um síma,- þeir eru ekki þess virði;-)Til hamingju með einkunnirnar, nafni þinn hefði glaðst yfir þeim og enn meir yfir frábæru teiknimyndasögunum þínum. Vona að Louisa njóti verunnar hér og þið verðið góð við hana í laufabrauðsfjölskyldusammenkomstinu,- mundu að þessi fjölskylda er yfirþyrmandi og þarf að takast inn í skömmtum;-)... þess vegna kem ég ekki haha!! knús úr norðri...
hehe hlakka til að hitta ykkur í laufabrauðinu og Halla hvaða vitleysa er þetta ... Allir velkomnir þú veist það ;o)
Ég er orðinn töluvert hræddur..
Alger óþarfi Jón þetta er gott test ;o) Sjáumst hress á laugardaginn ...
mer finnst eg tala of mikid um kærustuna thina. thad er vandamal. annars ertu godur strakur og eg sakna thin, eda tilhugsuninni um thig, eg veit hvad ekki alveg. thad er nefninlega svo hrikalega langt sidan eg hitti thig. bæ.
vá! ég vissi ekki að þú ætti kærustu...hvernig gengur það?
DJÓK!
Skrifa ummæli