sunnudagur, 19. nóvember 2006

Jólin eru að koma

Ég veit, ég veit. Jólin eru ekki beint á næstunni.

En hvað eru jólin annað en hin góða tilfinning sem maður fyllist af þegar maður er frjáls. Ég myndi til dæmis segja að jólin mín séu 15. desember. Því þá eru góðar líkur á að ég flytji aftur heim til Danmerkur. Þar bíður mín elskuleg kærasta og splunkuný íbúð. Það verða góðir tímar hvort sem um er að ræða afmælisdag Jesúbarnsins.

Ég mæli eindregið með því að allir kíki á bloggið hennar Katrínar, því þar eru á ferð góðar sögur af stefnumótum hennar og vinsældum mínum í Danmörku.

Og þeir sem að muna eftir fyrstu myndasögunni þekkja eggjahrærarann í nýjustu myndasögunni.

2 ummæli:

Atli Viðar sagði...

Þú ert svo mikið krútt!
Og jesús, ég dauðskammast mín fyrir að hafa ekki kynnt mig og heilsað kærustunni þinni.

Jón Kristján sagði...

Hmm, nú er ég alveg ruglaður. Hvenær var þetta?