föstudagur, 27. október 2006

Heilagar makkarónur

Talandi um guð, samt. Ég skráði mig úr trúnni um daginn.

Kári Swan kom í skólann og var með svona trúskráningsáróður. Ég tjáði honum að ég hefði smátt og smátt áttað mig á að trú mín passar ekki beint við hefðir kristinnar trúar. Þar með þætti mér ekki æskilegt að vera skráður sem kristinn maður. Við leituðum án árangurs að trú sem passaði við mín gildi og hugmyndir. Hana var ekki að finna. Þar af leiðandi var eina ráðið að skrá sig beinlínis úr trúnni.

Er ég þá trúleysingi? Ég trúi klárlega á allskonar krafta í heiminum, líf eftir dauða og jafnvel kraftaverk. En er maður trúleysingi ef maður tilheyrir ekki skráðri trú?

2 ummæli:

OlgaMC sagði...

samkvæmt lögum, held ég.

Nafnlaus sagði...

Ég held að allir hafi sína eigin upplifun af trú, jafnvel þó þeir séu skráðir í einhvern söfnuð eða álíka. T.d. tel ég mig kristinn en er ekki bókstafstrúar svo að ég myndi örugglega ekkert smellpassa inn í svona trúarhópa...

Þú ert ekki einn...