föstudagur, 29. september 2006

Gærdagur merkilegur

Gærdagurinn fór ekki alveg eftir væntingum. Af einhverjum fáranlegum ástæðum var ég að búast við því að Ómar myndi gera eitthvað ótrúlega óvænt á bátnum sínum. Sprengja upp virkjunina eða eitthvað, líkt og samfélag bænda gerði eitt sinn. En eftir fyrsta tíma skólans, sem endaði í spenntu áhorfi á beina útsendingu á vísi.is, var stemningin frekar dauð og fólk farið að skjóta niður allar pælingar um róttækar aðgerðir því það væri svo óraunhæft. Djöfull er fólk orðið leiðinlegt og ímyndunarsnautt.

Þá var væntingunum hinsvegar snúið að Myrkvun Borgar™. Við strákarnir gíruðum okkur allverulega upp fyrir kvöldið og biðum spenntir eftir því að geta séð stjörnur í óljósmenguðum himni, frá Arnarhóli. Það varð hinsvegar ljóst (ha.. ha..) að lítið yrði um stjörnudýrð, sökum skýja, löngu áður en myrkvun hófst. Þegar komið var upp á Arnarhól var hinsvegar mikið um ljósmengun á vegum myndavéla Sjónvarpsins.

Þegar loksins slokknaði í götuljósum borgarinnar voru hátt í tveir þriðjungur bygginga borgarinnar ennþá í háljósum, þ.á.m. stórir ljósmengarar á borð við Select og Esso stöðvar, og umferð í svo miklum hápunkti að ekki var mikinn mun að sjá.

En nóg um hinn misheppnaða og sorglega gærdag. Í dag var hringt í mig frá Ljósvakaljóðum og mér tilkynnt að stuttmyndin Lamper hefði ekki verið valin til sýninga. Ekki var nóg með það heldur útskýrði maðurinn afhverju myndin hefði ekki verið valin og alveg umfram þessi venjulegu 'Það voru svo margar góðar' rök. Þar með þjónaði keppnin þeim tilgangi sem ég hafði ætlast af henni. Og ég býst algjörlega við því að mæta á hana á morgun.

Bara til að sjá hvort þessar myndir sem voru valdar séu eitthvað betri en mín!

2 ummæli:

OlgaMC sagði...

var hún ekki valin? en ömurlegt.

Nafnlaus sagði...

sáum þó eina stjörnu.