Fyrst og fremst.
Ný myndasaga.Í öðru lagi, nýársheit:
(Búinn að tala svo mikla dönsku undanfarið að ég er búinn að gleyma hvernig maður segir þetta rétt, á íslensku..)- Verða feitur
- Spara pening
- Ná að gera reikhring (búinn!)
- Gera alla geðveikt pirraða með því að skipta um útlit á blogginu
- Halda sama bloggútliti í heilt ár
- Teikna allar myndasöguhugmyndir sem ég fæ
Það var aldrei pottþétt, þó allt stefndi í þá átt, en ég held að 2005 hafi verið besta ár lífs míns. Ég kynntist svo mikið af skemmtilegu fólki, og nokkur þeirra eru núna bestu vinir mínir. Ég var í
Götuleikhúsinu. Ég fór til London, til að vinna að leiklist! Ég lærði spunalist hjá örugglega besta leiklistarkennara í heimi. Ég lauk sambandi mínu við örugglega bestu manneskju í heiminum, sem um leið var ein af erfiðustu ákvörðunum lífs míns. Ég fór til Kaupmannahafnar. Ég komst að því að fjölskyldan mín er sú besta í öllum heiminum og að ég elska þau öll svo mikið. Ég byrjaði í lýðháskóla, sem hefur tvímælalaust verið ein af lærdómsríkustu lífsreynslum í mínu lífi. Sjálfstraust mitt hefur aukist allverulega. Ég fagnaði nýju ári með fólki sem ég hef þekkt í fjóra mánuði, í staðinn fyrir fjölskyldunni minni. Við fögnuðum í þrjá daga..
Vó, nú er ég farinn að segja frá nýja árinu. Slappt!
Ég bjóst aldrei við því að koma þessu öllu fyrir svona nett í einni klausu. En satt að segja þá gerðist svo óendanlega mikið annað að það væri ómögulegt að koma því fyrir í einni bók.
Eins og ég segi, djarflega. Besta ár lífs míns. Hingað til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli