þriðjudagur, 27. desember 2005

Bölvaðir ólátabelgir

Helvítis fávitar hérna fyrir utan, einhver lítil kjánaprik, sprengdu helsta kennileiti nágrennisins. Þetta risastóra S-skilti, járnbrautarstöðvarinnar, var það sem vísti mér veginn heim á leið þegar ég var fullur og villtur í Køben. Nú er það horfið!

Ég gæti skilið þetta ef þetta væru litlir, verðandi hippar í mikilvægri svaðilför að skemmileggja tákn fasistastjórnar landsins. En þetta var járnbrautarstöð.

Fékk smá hryðjuverkaskrekk þegar ég var á leið upp í íbúðina og alltíeinu lýstist allt upp og skiltabrot fuku upp í loftið. Síðan sá ég þessa litlu, asnalegu fífl hlaupandi bakvið næstu blokk. Ég fór á eftir þeim, en þeir voru horfnir.

Horfnir, ásamt virðingu hverfisins.

Engin ummæli: