Á miðvikudaginn var hin stóra, glæsilega og yndislega Borups Awards hátíð, þar sem allar stuttmyndir skólans kepptu um titla á borð við besta hljóð og besta myndin. Þessi æsispennandi keppni endaði með því að myndin okkar (Luis, Julia og ég) vann fjögur verðlaun. Besta myndin, besti leikstjórinn og besta hljóð og besti karlleikari.
Hátíðin var bara svo óendanlega skemmtileg. Rauða teppi, Corpse Bride bíóplaggöt út um allt. Ég og Luis tókum upp svona kynningarvídeó, þar sem að Luis, kynnirinn situr úti og þorir ekki að mæta. Svona eins og er mjög oft á klisjukenndum hátíðum, þar sem kynnirinn kemur hlaupandi á stóra skjánum og á endanum er hann kominn á hátíðina og þá kemur kynnirinn hlaupandi í alvörunni. Magnað, þúst.
Og já, þar sem ég hafði algjörlega spáð Simen sigri sem besti karlleikarinn, kom ég mér mjög vandræðalega upp á svið þegar tilkynnt var að ég hafði unnið styttuna. Ég kom ekki út úr mér orði fyrstu hálfa mínútuna, á meðan ég virti fyrir mér styttuna. Styttan var af manni með stórt typpi.
Eftir vandræðalega þögn af minni hálfu, var það fyrsta sem ég sagði: "Jahá... þetta er typpið mitt."
Ég var ekki að búast við að neitt myndi toppa þetta kvöld..
sunnudagur, 18. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli