Hresst partý síðasta föstudag. Risastórt partý. Við, frá skólanum, vorum ekki nema smá hluti af gestum. Risa íbúð. Hápunkturinn var máské þegar Trabant var settur á fóninn. Allir misstu sig í dansstuði, þrátt fyrir að þekkja ekkert til hljómsveitarinnar. Síðar fattaði ég að þetta var diskur sem ég hafði skrifað fyrir Lísu. Var alveg búinn að gleyma að ég hafði skrifað eitt Trabant lag á þennan disk. En já, held það sé fátt sem slái út dansgólf fullt af dönum og norðmönnum að öskra: "You know you can't stop loving me!"
Kl. 7 um morguninn reyndi ég svo að sofna með þremur öðrum frá skólanum, í rúminu hennar Idu (ein af partýhöldurunum.) Það gekk í svona hálftíma. Ég vakna og átta mig á að lestir eru byrjaðar að ganga aftur, þannig að ég skelli mér heim og sef þar til klukkan 6. (kvöldið þareftir, eða 18:00, eins og systir mín bendir réttilega á.)
Og í dag teiknaði ég
enn aðra myndasögu.
Lögin:
- Trabant - Loving Me
- Bodyrockers - I Like The Way
- Jurassic 5 - What's Golden
- Paul McCartney - Jenny Wren
- Fat Boy Slim - Gangster Tripping
Engin ummæli:
Skrifa ummæli