Luis ákvað að við hefðum gott af því að sjá Irreversiblé. Hann hafði rangt fyrir sér.
Myndin er, að mestu leyti, rosalega vel skotin. Sagan er sögð í vitlausri röð, frá endi til byrjunar. En ég tel að enginn hafi gott af því að sjá eitt korter af átakanlegri nauðgun saklausrar konu. Myndavélin situr föst á gólfinu, líkt og fórnarlambið, sem í raun gerir okkur áhorfendur algjörlega varnarlausa. Við setjum allt okkar traust í myndavélina, og vonumst til þess að hún fljúgi brott frá öllum hættum og ógeðheitum. En reyndin er sú að við sitjum þarna og horfum á mann nauðga konu. Við sjáum, í fjarska, mann nálgast sem snýr síðan við í flýti þegar hann sér hvað er á seyði. Við horfum þegar konan er spörkuð í andlit, bak og maga þangað til hún fellur í dá. Aldrei færir myndavélin sig. Enginn af áhorfendum orkaði að labba út.
Öllum ofbauð. En við sátum föst þarna, líkt og fórnarlambið. Lömuð.
Merkileg staðreynd dagsins: Ég hef allt mitt líf skrifað skrýtinn með venjulegu i, en komst að því í dag að það er með ypsilon.
Seinni staðreynd dagsins: Eftir að hafa gluggað í almennilega orðabók, í stað draslbókarinnar sem faðir minn skoðaði, komst ég að því að skrítinn er rétt hvort sem um er að ræða ypsilon eða hið venjulega i.
Merkilegur fundur á alheimsvefnum: Heimsins stærsta Game Boy tölva
þriðjudagur, 4. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli