Menningarnótt Kaupmannahafnar nálgast óðfluga. Jørn, skólastjóri, sagðist hafa frétt að ég væri að gera teiknimynd og bað um að fá að sjá hana. Hún verður vonandi sýnd á stóru tjaldi á menningarnótt. Það verður hresst. Ég vona bara að ég og Luis náum að klára hana.
Það er stórhættulegt að sofna í lestum og strætóum. Endaði upp í Gentofte kl. 4 aðfaranótt Laugardags. Var heppinn að þurfa ekki að borga sekt fyrir að vera kominn langt út fyrir mína zónu. Var hinsvegar mjög óheppinn að þurfa að labba heim í einn og hálfan tíma. Góð leið til að þreyta sig fyrir svefninn.
Ætti ég að kaupa mér jakkaföt fyrir menningarnóttina? Á ég pening? Er dauðinn það síðasta sem við upplifum?
Svo mikið af ósvöruðum spurningum!
mánudagur, 26. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli