Það er hreint ótrúlegt hvað Lost er farið að verða fáranlega spennandi.
Á morgun byrjar skólinn minn. Eða réttara sagt, á morgun er kynningardagurinn þar sem ég fæ loksins að hitta samskælinga mína og drekka kaffi með þeim. Svo einhventímann í vikunni verður einhver rosa kaffihúsastemning. Náði ekki alveg að skilja það, en það virðist hresst. En svo missi ég af fyrsta djamminu, á föstudaginn, þar sem ég fer með flugi til Íslands það kvöld. En djöfull á Íslandsferðin eftir að vera spes. Fyrsta skipti sem ég fer í útlandaferð til Íslands. Fín pæling.
Mig fékk skrítna martröð í nótt, en hún var um það að ég mætti til Íslands og þá nennti alveg helmingurinn af Götuleikhúsinu ekki að mæta fyrir Menningarnótt, og ég sat þarna með einhverjum fjórum úr Götuleikhúsinu fyrir utan Hitt Húsið, að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. En það misheppnaðist alltaf, sama hvað við reyndum, af því það vantaði heildina.
Vonandi er þetta ekkert að fara að ske í framtíðinni...
Diskur dagsins: Gorillaz - Demon Days
laugardagur, 13. ágúst 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli