miðvikudagur, 27. júlí 2005

Nej, det er helt ikke rigtigt!

Núna er ég mættur til Danmerkur. Fyrir fína lýsingu á helgarferðinni bendi ég á bloggið hennar Olgu. Fyrir smá smjörþef af íbúðinni sem ég bý í núna, og mig í hlýrabol, bendi ég á myndina hér til hliðar. Dótið okkar er einnig mætt á staðinn, og er fyrsta verk mitt að kíkja á grammafóninn minn kæra.

Ég er á einhverri þráðlausri tengingu sem ég hef ekki hugmynd um hver á, og hún rofnar af og til, þannig að ég hef þessa færslu ekkert lengri. Núna er bara kominn tími á að venjast þessu umhverfi í heilt ár.

Engin ummæli: