miðvikudagur, 4. maí 2005

Lost

Ég komst að því um daginn afhverju ég dýrka Lost. Hvað er það sem gerir þessa þætti svona fáranlega spennandi og góða?

Það er svo spennandi að vita að í hverjum einasta þætti fær maður að vita meira og meira um fortíð hverrar persónu. Maður bíður spenntur eftir því að vita meira um fortíð hvers og eins, vita hvað drífur áfram sumar stereótýpurnar og þar af leiðandi kafa dýpra í sjálfa manneskjuna utan stereótýpupælinganna sem maður sér venjulega. Hlakka til dæmis að vita meira um pirrandi gaurinn. Afhverju er hann að reyna að vera svona harður, og pirrandi, við alla á eyjunni?

Engin ummæli: