mánudagur, 16. maí 2005

Ég ætla bara ekkert að vera stressa mig yfir þessu helvítis prófi

Ég er staðráðinn í að láta þetta síðasta próf, sem ég er alveg löngu fallinn í, ekki hafa nein áhrif á mig. Það var klárt fyrir allverulega löngum tíma síðan að ég átti aldrei eftir að geta pikkað mig upp úr þessum skít sem ég hef komið mér í, varðandi þennan eina áfanga, og ef það var ekki of seint þá, þá er það alveg pottþétt of seint núna. Þannig að hér með skal það vera öllum kunnugt að ég er fallinn í LÍF203, áður en ég tek prófið, og finnst ekkert sjálfsagðara. Líf mitt heldur áfram, höndin mín heldur áfram að teikna og vonandi dey ég ekki úr skömm áður en ég held til Lundúna, í fyrsta skipti ævi minnar, í sumar.

Talandi um að teikna þá gleymdi ég algjörlega að gera skissuna í gær og þessvegna verða hér til sýnis hvorki meira né minna en tvær skissur. Og ef þið eruð ennþá frekar fúl, þá er hér splunkuný myndasaga. Vonandi er hún ekki algjörlega óskiljanleg. Þrír af hverjum fjórum sérfræðingum sögðu "Ég fattaði 'ana".

Svo ætla ég að enda á því að hvetja alla til að fara á leikrit Leikfélags Kópavogs Allra Kvikinda Líki. Ég hló nánast stanslaust. Eða viðstöðulaust?

Engin ummæli: