Afhverju Ísland er geðveikt, og ég mun sakna þess alveg fáranlega mikið þegar ég yfirgef það í heilt ár:
- Kindur
- Vinir mínir, sem eru einmitt allir mjög heppilega samankomnir tiltölulega nálægt mér, eða að minnsta kosti í bílfæri, og svo endalaust frábærir
- Esjan, í allri sinni dýrð
- Veður sem kemur mér alltaf á óvart
- Heybaggar, þó ég komi nú örugglega til með að sjá nóg af þeim annarstaðar... en þeir minna mig samt á Ísland
- Peningar, sem skipta mig svo skemmtilega litlu máli hérna því það er ekkert sem mig langar til að kaupa hér, nema kannski Esjuna og Kringluna (vá, þetta var frekar stór lygi.. en látum kjurrt liggja)
- Vesturbærinn, því hann gefur mér tilefni til að gera geðveikt wicked tvöfalt-vaff með fingrum mínum
- Íslenskar þýðingar, það er bara svo gaman að gera grín að þeim
- MH
- Ástkært tungumál vort
Engin ummæli:
Skrifa ummæli