fimmtudagur, 28. apríl 2005

Að lokum kemur

Nú fer brátt skólanum að ljúka, nánar tiltekið á morgun, og prófin hefjast. Þar af leiðandi þarf ég að fara að taka mig allverulega á. Frá og með morgundeginum mun stíft prófnám hefjast, um svipað leyti og skólanum lýkur.

Ef ég væri ábyrgur maður, og ekki háður því að blogga (og búinn að lofa sjálfum mér að gera þessa skissu á hverjum degi), þá myndi ég núna tilkynna bloggfrí á meðan próflestur stendur yfir. En það er ég ekki, og því megið þið vel búast við sömu tilgangslausu og innihaldslitlu færslunum, í jafnvel enn meira magni, á næstu vikum. Ekki gleyma svo að kíkja hingað 6. maí, afmælisdaginn minn, en ég ætla þá að vera með hressan og óvæntan glaðning, hér á þessari blessuðu síðu.

Eins og flestir eru búnir að taka eftir, þá breytti ég líka örlítið til á síðunni. Í stað þess að hrúga öllu draslinu í þessa hliðarrönd, ákvað ég að skella þessu í tvær hliðarrandir. Tveir er hærri en einn, og því er þetta óumdeilanlega góð ákvörðun. Vonandi fer þetta ekki virkilega í taugarnar á neinum, því ég er ekkert á leiðinni að fara að breyta þessu til baka.

Þessi færsla var rituð rétt fyrir miðnætti, og er ég því ekki enn búinn að svíkja loforð mitt um daglega skissu.

Engin ummæli: