Ég fattaði ósköp mikið í gær. Ég á afmæli í næstu viku. Prófin byrja í næstu viku. Ég hef aldrei tekið mikið af myndum af því sem ég hef kynnst á þessu frábæra landi.
Í tilefni því síðastnefnda tók ég með mér myndavél í skólann í dag, og eyddi öllum deginum í að taka myndir af fólki sem ég kæri mig um að hafa myndir af þegar ég fer í heilt ár til Danmerkur, og sé það mjög líklega lítið sem ekkert á því tímabili. Ég ætla að reyna að skella þessum myndum upp á netið sem fyrst, en þið verðið bara að bíða sallaróleg eftir því að ég dembi mér í þær aðgerðir.
Plata dagsins - Travels með Robin Nolan Trio
Engin ummæli:
Skrifa ummæli