laugardagur, 5. mars 2005

Ætli Jón komist í gírinn aftur?

Sú spurning situr ofarlega í huga margra, býst ég við. Fólk spyr sig Mun Jón blogga jafnoft og hann gerðum hér áður fyrr? Verður það nokkurn tímann eins? Var það góð pæling að klippa af sér sálina - ehm - hárið?
Svörin eru svo hljóðandi: Já, Kannski og Ég veit það ekki. Kannski nýbreytni í útliti sé bara tákn um nýja orku mína í bloggtöktum. Kannski ekki. Kannski ætti maður bara að hætta að velta hlutum svona rosalega fyrir sér. Allt er til í myndinni.
Ég hef hafið lesningu á næstu bókinni í Discworld seríunni, The Light Fantastic og lofar hún mjög góðu. Ætli ég eigi einhverntímann eftir að lesa þær allar. Hef ekki einu sinni tölu á því hversu margar þær eru, en þetta er fjandi fjölmennur bókaflokkur.
Að lokum vil ég minnast á draslið, sem liggur á gólfinu inn í herbergi, er kallast á mannamáli PC tölva. Ekki nóg með það að hún skröltir, vælir og hrynur eins og argasta villidýr, þegar kveikt er á henni, þá vill hún núna endilega ekki fá neitt stýrikerfi inn á sig annað en Linux. Ekki það að ég hefði eitthvað á móti því að hafa Linux inn á tölvunni, en ég þarf á Windows að halda ef ég ætla mér að spila klassara á borð við Grim Fandango. Mér er nærri skapi að fleygja þessu drasli út um gluggann, og keyra yfir það - en ég held ég sleppi því.

Engin ummæli: