Svörin eru svo hljóðandi: Já, Kannski og Ég veit það ekki. Kannski nýbreytni í útliti sé bara tákn um nýja orku mína í bloggtöktum. Kannski ekki. Kannski ætti maður bara að hætta að velta hlutum svona rosalega fyrir sér. Allt er til í myndinni.
Ég hef hafið lesningu á næstu bókinni í Discworld seríunni, The Light Fantastic og lofar hún mjög góðu. Ætli ég eigi einhverntímann eftir að lesa þær allar. Hef ekki einu sinni tölu á því hversu margar þær eru, en þetta er fjandi fjölmennur bókaflokkur.
Að lokum vil ég minnast á draslið, sem liggur á gólfinu inn í herbergi, er kallast á mannamáli PC tölva. Ekki nóg með það að hún skröltir, vælir og hrynur eins og argasta villidýr, þegar kveikt er á henni, þá vill hún núna endilega ekki fá neitt stýrikerfi inn á sig annað en Linux. Ekki það að ég hefði eitthvað á móti því að hafa Linux inn á tölvunni, en ég þarf á Windows að halda ef ég ætla mér að spila klassara á borð við Grim Fandango. Mér er nærri skapi að fleygja þessu drasli út um gluggann, og keyra yfir það - en ég held ég sleppi því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli