föstudagur, 4. mars 2005

I can feel it

Fyrir sjónskerta lesendur þessa bloggs þá skal ég hér með tilkynna, í letri, að útlit síðunnar hefur verið uppfært allverulega. Fjórir ágætir menn, úr mjög ágætri hljómsveit, af mjög góðri plötu, prýða nú hausinn, og allt er mun hvítara en það var.

Ef einhver er ekki að digga þessa breytingu, þá má sá hinn sami tjá sig um það, vitandi að ég mun ekkert hlusta á hann. Nema, að sjálfsögðu, hann komi með mjög kímna, eða góða, tillögu.

Þar að auki ákvað ég að henda hinum alræmda bloggaralista, eða, eins og þið þekkið hann best sem, The Hall of Fame, út um gluggann, beint ofan í ruslið, þar sem hann mun dúsa í óákveðinn tíma. Í stað hennar kemur vel þekkt form af gott, betra og best eins og sést víða í bloggheiminum.

Engin ummæli: