sunnudagur, 20. mars 2005

Það er nákvæmlega ekkert betra..

..en að sofa út.

Nú mundi ég allt í einu hvað ég hafði ætlað mér að segja, í sambandi við breytingar. Mig langar til þess að fá mér Góu páskaegg. Ég ræddi þetta við nokkra velvalda einstaklinga, í Norðurkjallara, rétt fyrir páska og var niðurstaðan sú, að eina ástæðan fyrir því að fólk elskar Nóa Síríus - eða svona í flestum tilvikum - er sú að það fær sér bara Nóa og venur sig á það. Síðar, þegar upp kemur sú tillaga að fá sér eitthvað annað en Nóa súkkulaði verður allt brjálað og himininn fellur, Þriðja Heimsstyrjöldin brýst út og þesslags stórviðburðir. Svo, þegar ég var búinn að ákveða að fá mér Góu páskaegg fattaði ég að ég er með ofnæmi fyrir súkkulaði.

Fróðleiksmoli #22: Fólk frá Malasíu skoðar þetta blogg.

Engin ummæli: