mánudagur, 24. janúar 2005

Vá, flipp!

Ég er að blogga úr Jarðfræðitíma. Spáið í því hversu framúrskarandi ég hef orðið! Kennarinn brá sér út úr tíma, á meðan við eigum að vera að gera eitthvað verkefni sem ég er löngu búinn með, af því að ég var í þessum áfanga í fyrra. Þvílík hamingja. Ég er alvarlega að spá í að labba bara út.

En ég komst að því núna að ég er á hlekkjalista Einars og því hef ég sett hann í Kaósið. Það vill einmitt svo til að ég er efstur á listanum hans, en það er kannski bara af því að ég er með svo stutt og fáranlegt nafn. Einar er samnemandi minn í LEI103, þar sem kátínan er mikil og hann hefur einnig frætt mig mikið um Götuleikhúsið, sem hann hefur verið virku meðlimur í.

Engin ummæli: