þriðjudagur, 25. janúar 2005

Nintendo

Undur og stórmerki, mér hefur hlotnast eldgömul, en ennþá nothæf, Nintendo Entertainment System tölva. Og ekki nóg með það, heldur fylgja með klassarar á borð við Mega Man 3, Kid Icarus og svo Super Mario Bros. 1 og 3. Þar að auki eru 40 games in 1 (þar eru á ferð leikir eins og Mappy, Circus og Pac-Man) og Double Dragon 2. Það versta við þetta er mikill skortur á fjarstýringum, en aðeins ein er til staðar. Ég hef samt engar áhyggjur, enda verður örugglega hægt að redda fjarstýringu einhverntímann seinna. Ég vona að mér takist að kaupa þetta af frænda mínum seinna meir, því þrátt fyrir að eiga í miklum erfiðleikum með að koma leikjum í gang, þá er þetta algjört gull. Núna er maður líka kominn upp á lagið með að koma þessum fjöndum í gang.

Svo næst er það bara að redda sér Super Nintendo.

Engin ummæli: