Í stuttu máli sagt, þá hefur Atli tekið yfir Stuffy Steffí fyrir afar feita bloggfærslu, Haraldur kenndur við mosa hefur síðan lækkað talsvert sökum bloggleysis (en hún er skiljanleg, þar sem hann er stórstjarna - en hann lækkar samt sem áður), Finnur hinn fíni hefur dottið út af listanum fyrir afar slaka frammistöðu. Radical-menn og Tumi eru því komnir talsvert hærra en síðast, en þessir menn viðhalda afar áhugaverðu bloggi. Þess má svo til gamans geta að toppurinn stendur óhreyfður, en Katrín kom með mjög sniðuga pælingu varðandi bloggmenningu nýverið.
Síðast en ekki síst, þá hefur Tobbi stokkið inn á listann og beint upp í áttunda sæti, og mun hækka verulega ef hann heldur áfram jafnskemmtilegu bloggi.
Síðan, til að gera þessa færslu ívið safaríkari, þá kemur hérna einn listi. Fimm hlutir sem ég hata við bíó:
- Þegar fólk talar fyrir aftan mig, framan eða hliðina á mér í miðri sýningu. Þið eruð ekki heima hjá ykkur, og mér er skítsama um hundinn ykkar, konuna ykkar eða hvað þið borðuðuð áður en þið komuð í bíó.
- Þegar það eru engir glasahaldarar. Maður lendir sem betur fer ekki eins oft í þessu nú til dags, en þegar það gerist er það þeim mun pirrandi.
- Fólk sem hlær ógeðslega hátt við lélegum bröndurum.
- GSM símar sem kveikt er á.
- Fólk sem finnst hefur ekkert betra að gera en að ýta rörinu sínu upp og niður í glasinu sínu, sem myndar eitt mest óþolandi hljóð í heimi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli