Núna þegar ekkert er að gera allan daginn, og lítið að gera á kvöldin fer maður strax að sakna æfinganna. Ég er líka farinn að hlakka til skólans, sem að flestum finnst örugglega mjög skrítið. Málið er að ég sakna þeirra sem ég þekkti áður og hitti einvörðungu í skólanum og ég hlakka til að hitta allt fólkið sem ég kynntist á æfingum utan æfinga. Ég hef einnig sett mér tiltölulega raunhæft markmið. 100% mæting. Lofa hinsvegar engu um námsárangurinn, þið verðið bara að bíða og sjá.
Las frétt um móður í þessum hræðilegu jarðskjálftum og flóðbylgju þareftir, sem þurfti að velja á milli tveggja sona sinna. Hún hélt þeim báðum, en svo sá hún að annaðhvort verður hún að sleppa einum af þeim eða þau deyja öll þrjú. Svo að hún lætur konu nálægt sér, sem rígheldur sér í ljósastaur, fá eldra barnið. Hún telur eldri krakkann eiga meiri líkur á að spjara sig. Konan á ljósastaurnum missir hinsvegar barnið stuttu eftir að hún fær það í hendur. Endar með því að eftir flóðbylgjuna leita þau að eldra barninu og það finnst lifandi.
Ég fór svo að pæla hvernig ég gæti aldrei hugsað svona rökrétt við þessar aðstæður. Ég myndi strax hugsa hvernig ég gæti aldrei lifað við þá ákvörðun að hafa látið annað barnið frá mér, í von um að það lifði þetta af. Auðvitað veit maður aldrei hvernig maður myndi bregðast við svona aðstæðum en það fyrsta sem mér dytti í hug væri örugglega ekki að strákurinn myndi spjara sig í þessari flóðbylgju. Og jafnvel þótt hann myndi síðan lifa þetta allt af, þá hlyti hann að vera að eilífu vanþakklátur fyrir það að ég ákvað að skilja hann eftir hjá einhverri ókunnugri konu til að bjarga mér og bróður hans.
En burtséð frá því, þá hafði þessi kona greinilega mikinn viljastyrk til að geta gert svona lagað. Og er ég ótrúlega feginn að strákurinn lifði þetta af.
mánudagur, 3. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli