fimmtudagur, 13. janúar 2005

Heimsendir?

Nú síðastliðið, eftir stofnun tveggja ferskra rása að nafni Skonrokk og Radíó Reykjavík, hef ég velt fyrir mér hversu heppin ég og landsmenn erum. Fáum ekki eina, heldur tvær eðalstöðvar á útvarpið, með gæðatónlist og Tvíhöfða á morgnana. Það var á tímum erfitt að velja á milli stöðva, þær voru svo ótrúlega góðar, hvorar á sinn hátt.

En nú er komið út í svart. Fyrir nokkrum dögum síðan var lokað fyrir Radíó Reykjavík 104.5, og núna í dag hefur Íslenska Útvarpsfélagið lokað fyrir ekki aðeins Skonrokk, heldur líka X-ið. Þetta skilur tónlistarmenn algjörlega eftir með ókjarngóðar stöðvar á borð við Bylgjuna eða FM957.

Það er úti um okkur öll, augljóslega. Við erum dæmd til að keyra að eilífu með lélega tónlist í eyrunum.

Fróleiksmoli #16: 16 matskeiðar eru 236,6 millilítrar.

Engin ummæli: