Nú síðastliðið, eftir stofnun tveggja ferskra rása að nafni Skonrokk og Radíó Reykjavík, hef ég velt fyrir mér hversu heppin ég og landsmenn erum. Fáum ekki eina, heldur tvær eðalstöðvar á útvarpið, með gæðatónlist og Tvíhöfða á morgnana. Það var á tímum erfitt að velja á milli stöðva, þær voru svo ótrúlega góðar, hvorar á sinn hátt.
En nú er komið út í svart. Fyrir nokkrum dögum síðan var lokað fyrir Radíó Reykjavík 104.5, og núna í dag hefur Íslenska Útvarpsfélagið lokað fyrir ekki aðeins Skonrokk, heldur líka X-ið. Þetta skilur tónlistarmenn algjörlega eftir með ókjarngóðar stöðvar á borð við Bylgjuna eða FM957.
Það er úti um okkur öll, augljóslega. Við erum dæmd til að keyra að eilífu með lélega tónlist í eyrunum.
Fróleiksmoli #16: 16 matskeiðar eru 236,6 millilítrar.
fimmtudagur, 13. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli