miðvikudagur, 12. janúar 2005

Dolph Lundgren og Thundercats

Nú hefur verið stofnaður hinn íslenski Dolph Lundgren og Thundercats klúbbur, og er sá klúbbur kominn með heimili á www.thunderdolph.tk. Ekki mikið þar á ferð ennþá, en búast má við fréttum og upplýsingum um sjónvarpsgláp tengt viðfangsefninu. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Lundgren heitasta stjarnan á Norðurlöndunum og Thundercats eru 80's teiknimyndir.

Í öðrum fréttum er að segja að vefráð hefur lokið við Tölvuver Himnaríkis (titlað The Heart of Gold) þar sem félög og ráð NFMH geta komið saman og unnið sína vinnu í þrem tölvum. Þetta fyrirbæri er afsprengi tveggja fluggáfaðra vefráðsmeðlima sem bera nafnið Ómar og Kári. Vil ég leggja til að þessi dagur, 12. janúar, verði gerðu að frídegi til heiður þeirra.

Lög líðandi stundar:
  • O'Donel Levy - Bad, Bad, Simba
  • The Stranglers - Peaches
  • O'Donel Levy - Playhouse
Fróleiksmoli #15: Bókaútgáfan Varmá gaf út Dagbók 2005.

Engin ummæli: