sunnudagur, 12. desember 2004

Nú þarf ég að taka mig á

Sökum þess að seinasta prófið er á morgun, hef ég ákveðið að leggja mig allan fram í þetta próf, og því verða mjög litlar færslur í dag, ef einhverjar. Fyrir utan þessa.

Fór í gær á eina hressustu sýningu sem ég hef séð í langan tíma. Jólagleðskap Kramhússins. Fór einfaldlega vegna þess að foreldrar mínir, sem voru í einu atriðinu, buðu mér þangað. Ég bjóst ekki við neinu og þetta kom mér alveg fáranlega á óvart. Ég held ég hafi séð allt sem menningarheimurinn hefur upp á að bjóða. Eða svona, næstum allt. Allt frá breakdansi, hip-hop og funk-jazz dans til tangó, flamenco og búlgarískum dönsum. Og hljómsveitin sem spilaði í byrjun var með eindæmum frábær, og hét Nix Nolte. Svo skotið inn á milli stuttum grínatriðum, sem voru mjög hlægileg.

Þegar sýningin var búin var Nix Nolte að spila fyrir utan salinn, og búlgaríski danskennarinn með hópinn sinn að dansa. Ég dró Dóru, sem var einnig á staðnum, í dans með mér og stigum við nokkur búlgarísk/riverdancing spor. Eftir eitt lag, ætlaði Dóra að hlaupa burt af skömm, en ég hélt henni í einn dans í viðbót og í lokin var klappað fyrir okkur.

Síðan fór ég með Dóru, Einari, Frissa og Regínu í ísbúð og keiluhöll, að spila billiard. Með eindæmum skemmtilegt kvöld og vil ég þakka foreldrum mínum, þó þau lesi ekki þetta blogg (vona ég), fyrir að bjóða mér á þennan gleðskap.

Fróðleiksmoli #7: Íslenska orðið yfir íþróttina "Billiard" er Ballskák.

Engin ummæli: