þriðjudagur, 7. desember 2004

Matrix Smatrix?

Gróusögur um Matrix?

Svo sem ekkert það hæpið að þetta sé stolin hugmynd frá einhverri konu sem skrifaði handritið að þessu fyrir löngu. Það myndi að minnsta kosti útskýra hina óendanlegu þvælu sem seinni tvær myndirnar voru, og þá staðreynd að Wachowski bræðurnir hafa sagt lítið sem ekkert til að útskýra samhengislaust bullið í þeim.

Sem minnir mig á, vill einhver kaupa eintak af Matrix Reloaded DVD, sem er búið að æla á svona þrisvar sinnum?

Fróðleiksmoli #3: Flatormar eru bara með eitt op inn í meltingarkerfið sitt, sem þýðir að þeir skíta með munninum og éta með rassinum.

Engin ummæli: