mánudagur, 6. desember 2004

Brennimerktur

Ég ætla hér að rita upp eina gamla og góða færslu, sem sumir hafa lesið en sumir ekki, sökum þess að ég var rétt í þessu að muna eftir þessari reynslusögu.

Þetta var einn góðan veðurdag, í vinnu minni á McDonald's. Vinnudagurinn hafði verið erfiður og ég og samstarfsmenn mjög þreyttir. Einar, vaktstjóri, kom inn í eldhús og sagðist ætla að segja okkur einhverja grínsögu. Ég, í þreytu minni, ákveð að fá mér sæti, mjög spenntur að heyra þessa rosalegu sögu hans Einars. Þegar Einar var rétt hálfnaður með söguna, finn ég fyrir miklum og sársaukafullum sviða á rassinum, rís upp í flýti og átta mig þá á að ég settist beint ofan á brennheita steikingaplötu. Þegar ég fór að hoppa og væla samtímis þess að ég reyndi að kæla á mér rassinn, föttuðu loks allir hvað hafði gerst og upphófst mikill hlátur. Af þessum atburði átti ég, þangað til að ég þurfti að skila öllum mínum fatnaði, mjög skemmtilegan minjagrip. Eitt stykki brunafar á rassinum á buxunum mínum.

Doctor: "Mr. Griffin, I'm saying you're fine."
Peter: "Now what? Are you coming onto me?"
Lois: "Peter, he's not coming on to you. He's trying to tell you you're healthy."
Doctor: "..Can't it be both?"

Fróðleiksmoli #2: Sykursýki 1 einkennist af því að ónæmiskerfið ræðst á insúlin-myndandi frumur og eyðir þeim.

Engin ummæli: