laugardagur, 4. desember 2004

Gosdrykkir

Til allra hamingju er ég búinn að vera að læra í dag. Kannski ekki eins mikið og ég þyrfti helst að gera, en eins og komið hefur fram áður þá er ég frekar kærulaust lítið barn.

En nú ætla ég að segja ykkur frá mesta sora-drykk í heimi. Nei, hann heitir ekki Dr. Pepper. Heldur er þetta einn vinsælasti gosdrykkur allra tíma. Og átti upprunalega að vera hálsmeðal, eða eitthvað álíka viðbjóðslegt. Jú, ég er einmitt að tala um hinn alræmda, óbjóðsdrykk Coca Cola.

Ég viðurkenni alveg að ég fæ mér sopa af og til, og hef svosem ekkert á móti honum, svona til að svala þorstanum, en að öllu öðru leiti finnst mér kókdrykkja ógeðsleg. Svört sykurleðja er ekki að mínu skapi. Fæ mér frekar Appelsín eða Egils Kristal. Afhverju ekki Fanta, spurja sumir. Því Fanta er ógeðslegt, eftir að þeir reyndu að finna eitthvað eðal-appelsínu bragð, sem var meira bara svona viðbjóður sem maður gefur ógeðslegu fólki að drekka. Já, svona ógeð. Ég veit, ég er geðveikur í að rökræða!

Vel á minnst, þá var ég að koma af Stranglers tónleikunum og voru þeir alveg hreint magnaðir. Spiluðu allt sem ég var að vonast eftir. Það eina sem hefði mátt vera betra var hljómurinn, en það heyrðist stundum mjög illa í hljómborðinu. En í alla staði mjög skemmtilegir tónleikar. Gaman að sjá eldra fólkið í fíling.

Lag líðandi stundar (svo ég hermi soldið eftir henni Olgu) : Stranglers - No More Heroes

Engin ummæli: