þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Jæja

Ég vona að þið séuð ánægðar núna, Steffí og Katrín, komment-fasistar! Ég skipti um komment-kerfi, og þá er allur aragrúinn af kommentunum sem voru nú til staðar ekki til staðar lengur. Nú er ekkert hér, nema falleg mynd á toppnum af mér að berjast við þyngdarlögmál Newtons.

Ég hlustaði á grammafóninn hans Villa í hinsta skiptið núna fyrir prófin. Mætti ósköp sætur og fínn í jakka af pabba, og smellti spilaranum í gang innan dyra Himnaríkis. Mig langaði helst til að grípa iPodann minn og brenna hann þegar ég heyrði ljúfa tóna lagsins Espanita og létta polka tóna.

Ég ætti kannski bara að vera að læra.

Engin ummæli: