sunnudagur, 12. október 2008

Mannanafnanefnd

Ég hef aldrei skilið tilganginn með Mannanafnanefnd. Afhverju að setja einhvern hemil á sköpunargáfu foreldra hvað varðar nafnagjöf barna? Er ekki hægt að treysta þeim til þess að gefa börnum sínum falleg nöfn? Og hvernig getur nefnd af einstöku fólki ákveðið hvað er ásættanlegt í landi með 300.000 manneskjum? Þar að auki nefnd sem að kýs að kalla nafnið Bambi ásættanlegt. Get ég þá kallað barnið mitt Dúmbó?

Núna er örugglega mjög gott fyrir Mannanafnanefnd að fara að góðkenna mikið af útlenskuhljómandi nöfnum. Það er víst ekkert gott að vera Íslendingur lengur, eða að vera með nafn sem hljómar íslenskt að uppruna. Þá er Dúmbó heldur ekkert sérstaklega slæmt. Mjög internationalt, jafnvel.

Svo er skemmtilegt þegar fólk er farið að nafngefa börnum sínum frægum nöfnum á borð við Napóleon og Elvis, eða jafnvel Jesús. Ennþá skemmtilegra þegar það er gert í Danmörku. Elvis Hansen, Napóleon Jensen og Jesús Edelbo Pedersen.

Ef ég fæ einhverntímann strák, ætla ég að skíra hann Vífil Skíðdal Jónsson. Þá verður hann kallaður Vi vil skide, Dahl í Danmörku.

4 ummæli:

OlgaMC sagði...

haha. gott nafn.

Nafnlaus sagði...

Sammála!

Freyja sagði...

Ha, ertu að segja að Bambi sé ekki flott nafn fyrir barnið mitt? Jæja ég hef þó allavega nokkra mánuði í viðbót til að hugsa upp nýtt nafn...

Nafnlaus sagði...

Snillingur