Ekki stofna reikning hjá Sydbank.
Ég fékk vinnu í skólanum mínum og þurfti að opna reikning eins fljótt og mögulegt var. Þannig að ég spurði hvaða banki væri nálægst skólanum (á þessu tímabili var skólinn nánast heimilið mitt.) Sydbank var víst rétt hjá.
Ég fór þangað og sagði á minni bestu dönsku "Jeg vil gerne få sådan et konto hos jer."
"Hvabehar?!" sagði konan. "J..j..jeg vil gerne åbne et konto. Kan jeg det?"
Já, það gat ég. En fyrst þurfti ég að sýna henni einhverskonar skilríki. Ég sýndi henni ökukortið (rétt orð?) mitt, en það varð að vera mynd. Æji, þá kem ég aftur með myndaskilríki. Daginn eftir kem ég með myndaskilríkið mitt frá Landsbanka. En nei, ég mátti ekki koma með íslensk skilríki, því það er ekki hægt að athuga hvort að þetta sé alvöru kort. Í guðanna bænum! Þá kom ég með passann minn daginn eftir og hún tók við honum. Ég fagnaði. Ég var kominn með reikning.
En kortið sem ég fékk frá þeim virkar bara í hraðbönkum frá þeim, og tveimur öðrum bönkum. Og enginn af þeim liggur nálægt neinu. Ég hef séð tvo Sydbank hraðbanka í Köben. Sydbank er líklegast ekki einu sinni alvöru banki. Þannig að í hvert skipti sem ég á takmarkaðan pening í vösunum og er heima, get ég ekki bara hoppað út í næsta banka og náð í meiri pening. Ég þarf að fara alla leið niður í bæ og til baka.
Og starfsfólkið er með eitthvað autoritets brjálæði; öllum reglum skal fylgja. Ég ákvað að opna netbankann minn, og hún bað mig um að skrifa undir. Ég tók ekki eftir því, en þegar ég byrjaði að skrifa, hrifsaði hún kortið mitt. Ég skrifa undir og læt hana fá blaðið. "Nej! Det er ikke din signatur." Ha? Hvað meinarðu? Já, vá. Þetta var semsagt ekki eins og undirskriftin á kortinu sem hún hrifsaði áður. Hún neitar að gefa mér kortið og segir mér að reyna aftur. Alltíeinu man ég að ég vandaði mig rosalega við að skrifa á kortið mitt þegar ég fékk það, þannig að ég prófa að skrifa JON K. eins fínt og ég gat. "Nej, det er stadigvæk ikke rigtigt." Hvað ertu að tala um kelling?! Gefðu mér netbanka, andskoti!
Ég skrifaði JON K., og grátbað hana um að opna þennan bévítans netbanka. Við ræddum það fram og til baka þangað til að ég sagði "Kan du ikke bare fortælle mig hvad det er der er forkert, er det fordi der mangler et K til, eller hvad?!" og skrifaði JON K.K.
Hún lagði kortið frá sér og sagði "Tak. Netbanken er åben om cirka to dage. Ha' en god dag."
Ég horfði, með undrunarsvip, á hana, tók kortið mitt og labbaði út án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.
Svipaðir hlutir gerast í hvert skipti sem ég kem þangað. Um daginn lenti ég á einni frekar leiðinilegri kvinde, sem sagði, mjög kaldhæðnislega við mig "Ha' en god dag." Og um leið og hún kláraði setninguna heyrði ég þrumum fyrir utan og það dembdi niður rigningu. Það var pottþétt henni að kenna.
Ég er ennþá með þetta asnalega kort sem ekki er hægt að nota, og netbankinn þeirra er mesta drasl í heimi. Og mér hefur enn ekki dottið í hug að skipta um banka.
laugardagur, 23. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Vá, djöfull virkar þessi undirskriftakona á mig eins og mesta tussa í heiminum. Ég myndi skipta um banka STRAX.
snillingur. Farðu nú og finndu þér almennilegan banka.
vá, ertu ekki búinn að vera í þessum skítabanka í svona tvö ár?
þú hefur mikla þolinmæði sé ég.
haha, þetta er fyndið.
nordea maður. nordea er málið. eða danske bank. það eru bara harðir menn að vinna í danske bank. með byssur. allavega á nörrebro.
ég held einmitt að ég hafi einu sinni lent í svona sydbank drama í kaupmannahöfn. ég kom inn til þess að kynna mér bankann og leist ekkert á þetta. þetta er svona eins og skottulæknir nema þetta er skottubanki. bankinn sem ég fór í var bara ein skrifstofa og einn maður. og eftir heimsóknina fékk ég stór þykk umslög um sydbank einu sinni í viku. samt stofnaði ég aldrei konto eða neitt.
annars sakna ég þín og þrái og hugsa um þig og sem langa ljóðabálka um þig á næturna.
eða svona.
og svona bær te vei (dönskuorðagrín), íslenskan þín er til skammar. æfðu þig meira. þú talar eins og innflytjandi. í næsta bloggi ætla ég að sundurliða allar setningar og leiðrétta málfarsvillur. svona svipað og frakkinn minn. nema ekki jafn vandræðalegt.
ætlaði einmitt að rekommendera Nordea bank, þar fékk ég ekkert bögg af þessu tagi (eins gott, þar sem undirskriftin er svona 15 ára gömul), og svo gáfu þeir mér yfirdráttarheimild gegnum síma. Ég er enn í pínu mínus á reikningnum tveimur árum seinna, hef aldrei verið rukkuð um aur í vexti.
Skrifa ummæli