mánudagur, 14. maí 2007

Auglýsingar

Auglýsingar eru svo mikið æði. Þær miðla upplýsingum, sannleika og skemmtun allt í einu stuttu andartaki. Ég elska auglýsingar.

Nei. Guð, hvað auglýsingar eru pirrandi. Og góðar auglýsingar eru líka þær verstu. HP tölvur? Tölvur eru persónulegar á ný?! Snilldar slagorð. Allir hugsa "Hey, ef gaurinn úr OC Choppers notar þær fyrir skjöl, ljósmyndir og tónlist þá get ég það líka." "Vá, getur hún semsagt skoðað allt það sem hún helst vill skoða, á Google?!" Þetta er mesta snilldar auglýsingaherferð allra tíma. Tökum allt sem að allar tölvur geta gert og segjum að Hewlett Packard sé eina tölvan sem, í rauninni, geti það. Ég hata það. En elska það.

Og hey, fáðu þér sjónvarp sem varpar ljósi úr afturendanum á vegginn af því að "þú vilt það!" Ég hugsaði sjálfur, "Já, heyrðu. Það gæti alveg verið kúl-" NEI! Í örskamma stund gleymdi ég að ég hata nú þegar að sjónvarpið mitt, venjulega sjónvarpið mitt, varpar svo miklu ljósi á vegginn fyrir framan það. Núna langar mig allt í einu í meira ljós?!

Auglýsingar eru ógeðslegar og ógeðslega góðar. Og allir hata að elska þær.

1 ummæli:

OlgaMC sagði...

kíktu í mæspeis skilaboðahólfið þitt...