sunnudagur, 25. febrúar 2007

Hvað er í gangi?

Hvad sker der? Que onda, Jón?

Já, maður spyr sig. Hvað er Jón að bralla. Akkúrat núna er ég að reyna að slappa af eftir talsvert brjálað vinnu sessjón. Brátt fer ég og heimsæki Sara Koppel í teiknimynda stúdíóið hennar og hef ákveðið að undirbúa mig fyrir vonbrigði þegar ég spyr hana hvort hana vanti hjálp. En hey, maður fær ekkert ef maður tekur ekki sjénsinn.

Ef þið fylgdust grannt með myndasögunum mínum gæti verið að ykkur finnist spennandi að ég er byrjaður að senda nokkrar af þeim í myndasögukeppni DR. Ef þið getið fundið þær, þá getið þið gefið þeim stjörnugjöf hér.

Og hey, ef þið komið hingað seinna og það er ekkert nýtt að frétta hjá mér gæti samt verið þess virði að kíkja í hliðarröndina. Þar hef ég sett upp einhverja nýja pælingu sem sýnir hvað ég tel vera þess virði að lesa. Akkúrat núna er einungis mjög fyndin grein um vænusjúkan skóla í Bandaríkjunum og feministískar vangaveltur Olgu. En bíðið bara, innan skamms verður allt morandi í greinum þarna.

2 ummæli:

OlgaMC sagði...

hey, vá, ég nefnd á nafn í tveimur færslum. takk fyrir vangavelturnar.

OlgaMC sagði...

og gangi þér vel með söru koppel