sunnudagur, 10. desember 2006

Þú ert.. kjánalegur!

Ég hef oft lesið gagnrýni og verið ósammála henni, en mér var nett ofboðið þegar ég las þessa litlu grein um Helga og nýju plötuna hans. Eða réttara sagt Helga og nýja plötubæklinginn hans.

Já, greinin fjallar skemmtilega lítið um diskinn og afar mikið um litla bæklinginn sem fylgir með diskinum hans. Hún byrjar ágætlega á því að lýsa því yfir að honum lítist ekki á söng hans, en rökstyður það ekkert frekar og fer að rakka niður smámuni, eins og þá staðreynd að Helgi er með make-up á coverinu.

Mér leið svolítið svipað og þegar maður heyrir smákrakka, með takmarkaðan orðaforða, rífast um hvort Turtles eða He-man séu betri. "Nei.. He-man er kjánalegur! Hann er í sundskýlu og.. og er ljóshærður og kjánalegur!!"

Hverjum er ekki sama?! Hann getur barist við Skeletor! Halló!

Viðbót: Egill orðar þetta mjög vel: "..ef einhver hefði bundið fyrir augun á gagnrýnandanum og sett diskinn á og ekkert sagt honum hvað hann væri að fara að hlusta á þá hefði hann fengið frááábæran dóm"

6 ummæli:

Hafrún Ásta sagði...

ég held að gagnrýni síni bara hvað einhverjum einum finnst maður þarf sjálfur að ákveða hvað manni finnst ... Það getur enginn valið fyrir þig. BARA ÞÚ!! Gangi þér vel með plötuna Helgi

Jón Kristján sagði...

Já, algjörlega.. enda finnst mér ekkert að hinni eiginlegu gagnrýni í greininni. Bara það að hún er í raun einhver smá, ogguponsu hluti af greinninni, sem fjallar að mestu leiti bara um einhver smáatriðið í coveri og bæklingnum, í staðinn fyrir að fjalla um það sem skiptir máli.

Atli Sig sagði...

He-Man er svooooooooooooo gay. Nema þegar Dolph Lundgren leikur hann, þá er hann töff.

Atli Viðar sagði...

"...nema þegar dolph lundgren leikur hann"...

ég held að það sé ekki til sá karakter sem ekki verður snaröfugur í höndunum á Dr. Lundgren.
Hefði hann leikið Super Mario í stað Bob Hoskins í myndinni Súper Maríó þá hefði meira segja hann, sem er ekkert annað en hápunktur gagnkynhneigðarinnar, orðið þverhýr á alla kanta.

Atli Viðar sagði...

Seinni atli er s.s. atli viðar. vitaskuld.

Jón Kristján sagði...

Haha, mjög rétt hjá seinni Atla.