Eftir kaffihúsaferð er ég enn reyklaus. Það er svo gífurlega hresst, að jafnvel Erfðafræðin virkaði léttvæg í samanburði.
Sigríður Steingríms erfðafræðikennari, eða erfðafræðirokkarinn eins og ég kýs að kalla hana, skellti einu stykki comdey gold á okkur í síðasta tíma fimmtudags, dagsins í dag.
Eftir langa útskýringu á byggingu frumu, eftir mynd, þegir hún í smástund - væntanlega búinn með allt sem hún hafði um frumur að segja. Síðan allt í einu eftir langar vangaveltur segir hún: "Já! Þetta eru göt." og bendir á einhver einkennileg göt á frumuhimnunni.
Löng þögn. Sigríður erfðafræðirokkari hafði ekki fyrir því að útskýra tilgangi þessara gata, heldur sagði bara: "Látum þetta duga í dag. Sjáumst í næstu viku."
Ég hlakka til að vita hvað þessi göt voru.
fimmtudagur, 31. ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
frábært, mikið er ég stolt af þér frændi!knús að norðan***
hahaha!! Það er örugglega erfitt að vera kennari hvað þetta varðar því það býst enginn við því að maður séð að fara að segja e-ð skondið... allir svo lengi að taka við sér!
Skrifa ummæli