Veit ekki hvort ég sé bara geðveikt seinn á þessu, en var að komast að því að leikstjórinn bakvið Napoleon Dynamite er að gera nýja mynd, með einum af uppáhalds grínleikurum mínum, Jack Black.
Kíkið á þetta sjálf.
Trailerinn er ekkert mega-fyndinn, en þetta er samt voðalega svipað í stemmningu. Svona mynd með engum áberanlegum söguþráð. Meira bara með ótrúlega fyndnum persónum og ótrúlega steikt. Aðalpersónan er ekki nærri því eins fyndin og Napoleon Dynamite, en mér finnst samt ennþá mjög gaman af trailernum.
sunnudagur, 12. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli