Föstudagurinn endaði á því að vera ennþá magnaðari en miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir að vera alveg útkeyrður eftir allar æfingarnar um daginn var ég eldhress um kvöldið. Ég var samt farinn að virka óheilbrigður á geði fyrir öllum eftir að sagði öllum að ég hefði lokað augunum mínum í leiklistaræfingunni, opnað þau og séð fyrir framan mig litla syndandi skjaldböku. Kannski út af þreytu, hver veit? Ég var ekki á neinum efnum.
En kvöldið. Kvöldið heppnaðist svo óendanlega vel. Allt gekk vel. Okkar sena var síðasta senan í leiklist, og gekk fáranlega vel. Ég öskraði, vældi og titraði. Strax eftir það kom kór. Við sungum fjögur lög, þ.á.m. The Water is Wide og Man in the Mirror. Síðan sungu Christian, ég, Simen, Janus og Luis acapella Bee Gees lagaseríu, sem Janus hafði sett saman. Fimm radda, mjög hresst. Og erfitt. Leið yfir stelpurnar, að sjálfsögðu.
Svo var það söngleikjateymið, sem var bara yndislegt. Næst síðast dans, og allra síðast kom svo skólahljómsveitin. Þegar hún steig á svið, fóru allir nemendur skólans (við erum í kringum 60) upp á dansgólfið.
Eftir að við höfðum svo hent gestum út, sátum við og drukkum, söngum, föðmuðumst og spjölluðum til kl. 3 um nóttina, upp í skóla.
Þetta kvöld toppaði svo sannarlega miðvikudagskvöldið, eins geðsjúkt og það var.
sunnudagur, 18. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli