Aldrei þessu vant er ég kominn frekar snemma í jólastuð. Það er kannski aðallega af því að ég veit að núna verð ég hvorki á fullu að vinna hjá McDonald's, eða á fullu að æfa fyrir leikrit allt jólafríið mitt. Í þetta skipti get ég bara slappað af, teiknað, spjallað við elsku fjölskylduna mína, skellt mér út að drekka með góðum vinahóp. Eitthvað sem var alveg svakalega erfitt síðustu þrjú jólin.
En svo mætti segja að ég hefði endanlega komist í jólaskap þegar við byrjuðum að föndra jólaskraut á jólatréið sem stendur í matsalnum í skólanum. Mér leið svolítið eins og ég væri kominn aftur á leikskóla. Á meðan vinir mínir á Íslandi sitja og eru að hefja próflestur, sit ég, drekk jólaglögg og föndra.
Til að halda ykkur svo öllum glöðum, vonandi, þá er komin upp ný myndasaga í tilefni af þessum fyrsta dag mánaðarins, Desember.
miðvikudagur, 30. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli