þriðjudagur, 15. nóvember 2005

Ég sá geðsjúka mynd um daginn

Og hún hét Brazil. Hún innihélt allt sem góðar myndir annars innihalda. Brenglaða framtíð, breskan húmor, vísun í Odessa tröppusenuna úr Battleship Potemkin, Robert DeNiro sem sjálfstæður hitakerfitæknir. Og síðast en ekki síst Jonathan Pryce.

Svo er þetta meistarastykki leikstýrt af snillingnum Terry Gilliam. Ef þið fíluðuð Twelve Monkeys, þá segir það ykkur nákvæmlega ekkert um þessa mynd. Hún er nákvæmlega ekkert lík.

Myndir sem ég þarf að sjá: The Untouchables; Cape Fear
Myndir sem ég hata ennþá: The Rock
Myndir sem voru ánægjulegar þrátt fyrir algjört innihaldsleysi: Maid in Manhattan; Au Pair

Engin ummæli: