mánudagur, 24. október 2005

Ísland

Ég á eftir að sakna þess að hafa engan snjó um jólin.

Það væri svo geðveikt ef vinir mínir frá Íslandi myndu koma óvænt í heimsókn. Bara birtast upp í skóla alltíeinu. Hélt um daginn að Sólveig væri hér. Sá stelpu sem líktist henni geðveikt mikið og hugsaði: "Vó, er þetta Sólveig? Hvað er hún að gera í Danmörku? Nei, bíddu nú við. Afhverju kemur hún til Danmerkur án þess að láta mig vita? Kannski ætlaði hún að koma mér á óvart. Æj, en sætt af henni. Hó, hún snýr sér við. Ok, vertu rólegur ef þetta skyldi vera einhver ann- Ok, þetta er ekki hún. Horfðu eitthvert annað, ekki stara á hana. Fjandinn Jón, nú heldur hún að þú sért einhver bölvaður pervert."

Og núna í dag sá ég konu sem var skuggalega lík Olgu. En ég lærði frá síðustu mistökum mínum og varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum, og hélt sæmd minni, þegar hún snéri sér við.

Drykkir dagsins: Þrír double espresso, vodka skot og stór bjór

Engin ummæli: