
En mér bárust gleðifregnir um daginn. Þannig vill nú til að besta vinkona mín er á leiðinni hingað til Danmerkur og er þegar búin að kaupa flugmiðann. Áður en einhverjir vitleysingar hoppa á kómentkerfið (djöfull öfunda ég Árna fyrir að hafa fundið geðveikt kúl orð yfir 'comment' sem ég þori ekki að nota af hræðslu við afnotagjöld) og tilkynna að þau séu ekkert á leiðinni til Kaupmannahafnar, þá meina ég að sjálfsögðu Olgu. A.K.A Olla Kúl. A.K.A MC Olga.
En heimurinn er ekki algjörlega uppfullur af hlutum sem gleðja mig. Heima á klakanum góða, eftir að hafa verið keðjusvínuð, fann Hafrún frænka okkar kæra heimilisfugl, Úa (fyrst uppalinn hjá Aldísi frænku, þar næst af okkur og hafði svo verið leikfélagi Gísla hjá Hafrúnu,) liggjandi á botni fuglabúrsins. Megi hann hvíla í friði.
Plötur dagsins:
Jeff Beck - Wired
Gorillaz - Demon Days
Henri Mancini - The Best Of
Engin ummæli:
Skrifa ummæli