Í gær dansaði ég svo mikið að ég datt á flösku, braut hana og fékk stóran skurð á höndina.
Setninguna hér að ofan mætti einnig orða svona:
Í gær drakk ég svo mikið að ég datt á flösku, braut hana og fékk stóran skurð á höndina.
En sú lífsreynsla var samt bara rosalega hress. Og svo endaði ég á því að gista á húsbát, sem var líka talsvert hressandi.
Nýi danski nemandinn í Borups, sem ég man ekki nafnið á, sagði að Reykjavík væri 'trendí' sem kom mér alveg í opna skjöldu. Allt sem kemur frá Reykjavík er víst rosalega 'hipp' og 'kúl'. Þetta staðfesti svo ein norsk stelpa, þegar hún sagði nákvæmlega hið sama.
laugardagur, 3. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli